Íþróttir

Byrjaði í körfu af því að hann tapaði veðmáli
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 1. febrúar 2022 kl. 08:21

Byrjaði í körfu af því að hann tapaði veðmáli

Nafn: Mario Matasovic
Aldur: 28 ára
Treyja númer: 31
Staða á vellinum: Kraftframherji (Power Forward)
Mottó: Því meira sem þú æfir, því heppnari verður þú!


Mario Matasovic, Super-Mario, er á sínu fjórða ári með Njarðvíkingum en þessi skemmtilegi framherji ætlar sér að verða Íslandsmeistari með þeim í ár. Mario svarar hér nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta þessarar viku.

Hefurðu fasta rútínu á leikdegi?
Ég hafði það áður fyrr en í dag geri ég svolítið af jóga og teygjum – og reyni bara að slaka á og undirbúa mig fyrir leikinn.

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta?
Ég byrjaði að spila körfubolta um fimmtán ára aldurinn, ein ástæðan var að ég var hávaxnari en aðrir og önnur ástæða var að ég tapaði veðmáli við vin minn.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Hver er besti körfuboltamaður allra tíma?
Michael Jordan.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Engin ein – en ég reyni að innræta mér góða hluti frá fjölda manns.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum?
Hmm ... þau eru nokkur, það er öruggt. Allt frá því að leika fyrir hönd þjóðar minnar með yngri landsliðum til að spila í „March Madness“ í háskóla – og auðvitað að vinna bikarinn með Njarðvík í fyrra.

Hver er besti samherjinn?
Ég ætla að vera mjög diplómatískur í svari við þessari spurningu þar sem við höfum frábæran hóp, innan og utan vallar, og segja að allir leggi eitthvað til liðsins – sem er mjög mikilvægt fyrir liðsheildina.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
Alllir stóru leikirnir og nágrannaslagirnir eru alltaf bestir og skemmtilegast fyrir leikmenn að taka þátt í.

Hver eru markmið þín á þessu tímabili?
Markmiðið er auðvitað að fara alla leið, það er það eina sem telur og er minnisstætt að lokum.

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður?
Ég legg mig fram við að gera mitt besta og halda stöðugleika í því sem ég er að gera. Ég gef allt í þetta og sé hvert það tekur mig.

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér?
Drazen Petrovic, Bojan Bogdanovic, Toni Kukoc, Nikola Jokic og ég.

Fjölskylda/maki:
Kærasta.

Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann?
Líklega að ég hafi lokið háskólanámi og sé með gráðu í tölvunarfræðum.

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann?
Engin eins og er. Að vinna, keppa og þjálfa skilur í raun ekki mikinn frítíma eftir fyrir fleira.

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu?
Ég myndi líklega fara út og njóta góðs matar og drykkjar einhversstaðar ... eða ef við erum að tala í stærra samhengi þá myndi ég fara í gott ferðalag eitthvert.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Pasta.

Ertu öflugur í eldhúsinu?
Ég elda ekki oft en ég get þó sagt að ég komi á óvart af og til.

Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Ég er mjög laginn við að gera við hluti.

Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér?
Að þurfa að bíða eftir fólki.

Tengdar fréttir