Njarðvík - Keflavík í undanúrslitum Lengjudeildar
Suðurnesjaliðin í knattspyrnunni voru öll í eldlínunni í dag og ef allt hefði gengið að óskum hefðu tvö lið færst upp um deild og ekkert fallið. Ekkert lið fór beint upp, Víðir féll svo laugardagurinn 13. september var ekki dagur Suðurnesjaliðanna, þ.e. allra nema Keflvíkinga, sem tryggðu sér fimmt sætið og þar með sæti í umspili Lengjudeildarinnar. Kannski var skrifað í skýin að liðin frá Reykjanesbæ, Njarðvík og Keflavík munu mætast í tveimur leikjum og sigurvegarinn mætir annað hvort Þrótti eða HK í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni.
Lengjudeildin
Njarðvík - Grindavík 3-0
Mörk Njarðvíkinga skoruðu Dominik Radic (2) og Oumar Diouck. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og aldrei spurning um lokatölur leikins.
Selfoss - Keflavík - 1-4
Öruggur sigur Keflvíkinga sem þó lentu undir. Eiður Orri jafnaði í fyrri hálfleik en Keflvíkingar tóku öll völd í seinni hálfleik og Muhamed Alghoul, Marin Mudrazija og Stefan Ljubicic tryggðu öruggan sigur og sendu þar með Selfyssinga niður í 3. deild.
-
deild karla
Grótta - Þróttur Vogum 2-0
Grótta fór þar með fram úr Þrótturum og því miður unnu Ægismenn Víði í Garði og unnu þar með deildina og sendu Víði niður. Grótta lenti í öðru sæti.
Víðir - Ægir 2-3
Ekki vitað um markaskorara Víðismanna sem féllu í 3. deild með tapinu.
3.deild karla
Reynir - Magni 3-0
Flottur sigur Reynismann í lokaleiknum en ekki er vitað um markaskorara í leiknum.