Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Marín Rún er gengin til liðs við Hellas Verona á Ítalíu
Marín Rún skrifar undir við ítalska liðið Hellas Verona. Mynd: hellasveronawomen.it
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 14:51

Marín Rún er gengin til liðs við Hellas Verona á Ítalíu

Keflvíkingurinn Marín Rún Guðmunds­dótt­ir hefur gengið til liðs við ít­alska knattspyrnuliðið Hellas Verona sem leikur í Serie A.

Marín mun leika með liðinu út tímabilið en Hellas Verona hefur ekki vegnað sem best í ítölsku deildinni og situr í neðsta sæti með aðeins eitt stig eftir þrettán leiki.

Víkurfréttir slógu á þráðinn til Gunnars M. Jónssonar, þjálfara Keflvíkinga, sem var nýbúinn að heyra í Marín en fréttirnar höfðu komið honum á óvart.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Þetta er frábært skref hjá henni,“ sagði Gunnar. „Að komast í lið af þessum styrkleika. Hún lék með okkur í Faxaflóamótinu fyrir stuttu en Marín er í læknanámi í Slóvakíu og var búin að skipta yfir í lið þar fyrir áramót, hún sá eiginlega ekki fram á að geta sinnt fótboltanum samhliða læknanáminu.

Þegar ég ræddi við hana um daginn vissi ég ekki betur en hún væri á leið til Slóvakíu en síðan kom þetta snögglega upp á og hún sló bara til, tók sér ársfrí frá námi og skrifaði undir við Hellas Verona. Ég var eiginlega ekkert að reikna með henni í sumar en ítalska deidin klárast í maí og við sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Gunnar að lokum.

Marín er 24 ára göm­ul og uppalin Kefl­vík­ing­ur. Hún á 21 leik að baki með Keflavík í efstu ­deild­ og hef­ur skorað fjórtán mörk fyrir félagið í 60 leikj­um í næstefstu deild. Marín lék þrettán leiki á síðasta tíma­bili með Keflavík, hér er hún í leik gegn Stjörnunni síðasta sumar.

Tengdar fréttir