Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG tókst frábærlega
Grindvíkingar hafa löngum þótt kunna halda flott lokahóf og var engin breyting á því hjá knattspyrudeild UMFG á laugardagskvöldið. Hófið var haldið í íþróttahúsinu, þ.e. því eldra og voru um 140 manns í mat og svo bættust skemmtanaþyrstir við þegar Egill Birgis byrjaði að þeyta skífum en fram að því hafði m.a. trúbadorinn Róbert Andri frá Vogum látið fólkið syngja saman.
Frábær andi var meðal gesta og höfðu Grindvíkingar greinilega gaman af því að hittast og skemmta sér saman. Árangur sumarsins hlýtur að teljast góður, sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur komst upp í Bestu deildina og karlaliðið tókst að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.
Þessir fengu viðurkenndingar.
Rúnar Arnarson, fulltrúi KSÍ mætti og veitti Hauk Guðberg Einarssyni, fv formanni, silfurmerki KSÍ fyrir hans störf í þágu knattspyrnunnar.

Meistaraflokkur karla
Besti leikmaður tímabilsins kjörinn af leikmönnum og stjórn: Adam Árni Andersen
Mikilvægasti leikmaðurinn: Ármann Ingi Finnbogason
Efnilegasti leikmaðurinn: Eysteinn Rúnarsson
Markahæsti leikmaðurinn: Adam Árni Andersen

Meistaraflokkur kvenna Grindavík/Njarðvík
Besti leikmaður tímabilsins kjörinn af leikmönnum og stjórn: Tinna Hrönn Einarsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn: Danae Kaldaridou
Efnilegasti leikmaðurinn: Júlía Rán Bjarnadóttir
Markahæsti leikmaðurinn: Tinna Hrönn Einarsdóttir

