Fjölmenni við opnun Öskju í Reykjanesbæ
„Ég held ég hafi sjaldan séð jafn marga koma á bílasýningu. Þetta var gaman og við stefnum að því að veita góða þjónustu á Suðurnesjum. Það var eitt af markmiðunum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sölustjóri Ösku í Reykjanesbæ en umboðið opnaði formlega nýja starfsstöð að Njarðarbraut 11 í Njarðvík síðasta laugardag.
Þar er nú í boði heildstæð þjónustu fyrir bílinn undir sama þaki: sölu- og þjónustudeild fyrir Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda, auk hjólbarðaþjónustu hjá systurfélaginu Dekkjahöllinni.
„Ég sagði við bæjarstjórann sem kíkti hér við að við værum að koma sterk inn á svæðið en hér verða um tuttugu starfsmenn í vinnu, segir Suðurnesjamaðurinn Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri hjá Öskju í Reykjavík.
Fjölmargir lögðu leið sína á opnunardegi Öskju. Konur úr Kvenfélagi Keflavíkur sáu til þess að ilmaði vel í stóru húsinu og buðu gestum upp á nýbakaðar vöfflur með rjóma.