Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Viðskipti

Auður tekur við starfi forstjóra Samkaupa
Laugardagur 6. september 2025 kl. 06:24

Auður tekur við starfi forstjóra Samkaupa

- samhliða starfi forstjóra Dranga og Orkunnar

Auður Daníelsdóttir, forstjóri Dranga og Orkunnar, hefur jafnframt tekið við starfi forstjóra Samkaupa. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur hlutverki staðgengils forstjóra síðustu mánuði, mun nú einblína á fyrra starf sem framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni Samkaupa.

Auður tók við starfi forstjóra Dranga í sumar, en Drangar er nýstofnað móðurfélag Samkaupa, Orkunnar og Lyfjavals. Hún hefur verið forstjóri Orkunnar síðustu þrjú ár og mun áfram sinna því starfi. Þar með leiðir hún umbreytingar í rekstri félaganna og skipan eigna hjá Dröngum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

„Samruni Samkaupa og félaga á neytendamarkaði í eigu Dranga hefur gengið vel. Samkaup á öflugan og tryggan viðskiptavinahóp og markmið okkar er að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar og efla þjónustu við viðskiptavini. Neytendamarkaðurinn er í stöðugri þróun, bæði hvað varðar stafrænar lausnir og aðra þjónustu til viðskiptavina. Við í Samkaupum hlökkum til að takast á við þær áskoranir, en stefna okkar er að veita einfalda og góða þjónustu þar sem upplifun viðskiptavina er í fyrirrúmi,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri, í tilkynningu.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25