Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Viðskipti

Verðmætari laxaflök með sérhæfðri vinnslu
Miðvikudagur 3. september 2025 kl. 06:03

Verðmætari laxaflök með sérhæfðri vinnslu

Hærra verð og viðtökur góðar innanlands sem erlendis

Humarsalan ehf. hefur hafið mjög sérhæfða vinnslu á eldislaxi í vinnslu sinni í Reykjanesbæ. Um er að ræða flökun og beinahreinsun á laxi meðan á dauðastirðnun stendur. Með þessum hætti er hægt að tryggja þéttara fiskhold og stóraukin gæði. Afurðin hefur farið á markað innanlands og til Danmerkur sem „in-rigor“ flök og fengið góðar viðtökur.

„Við erum að flaka lax í dag sem var slátrað í gær. Það tekur laxinn 48 klukkustundir að fara í gegnum dauðastirðnun eða umtalsvert lengri tíma en það tekur hvítfiskinn. Við flökum hann 20-26 klukkustundum eftir slátrun og í þessu vinnsluferli verður fiskholdið þéttara. Við klárum þetta bretti sem við fengum í dag og varan er nú þegar komin í dreifingu,“ segir Guðjón og bætir við að laxeldið eigi eftir að vaxa mikið á næstu árum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Lítil vinnsla á eldislaxi hérlendis

Fram til þessa hefur vinnsla verið í algjöru lágmarki á eldislaxi innanlands. Megnið af framleiðslunni er flutt út óunnið og fer til vinnslu í stórum verksmiðjum í Evrópu. Sjókvíaeldisfyrirtækin framleiddu 48 þúsund tonn af laxi á síðasta ári. Á næsta ári er útlit fyrir að framleiðsla í sjókvíum og landeldi verði 60-70 þúsund tonn. Þess verði ekki langt að bíða að heildarframleiðslan nái 100 þúsund tonna markinu.

Þær fáu innlendu vinnslur sem sérhæfa sig í vinnslu á laxi hafa lítið aðgengi haft að hráefni vegna samninga sem eldisfyrirtækin hafa gert við stórkaupendur erlendis. Sumar af þessum vinnslum hafa flutt inn eldislax frá Færeyjum til að halda uppi vinnslu hérlendis. Nú hefur þó orðið sú breyting að eldisfyrirtækin hafa opnað aðgengi smærri vinnslna að hráefni.

Styrkja innviðina

Þegar fór að draga lítillega úr umsvifunum í humarinnflutningi fór Guðjón Vilhelm Sigurðsson, framkvæmdastjóri Humarsölunnar, að huga að því að styrkja innviði fyrirtækisins. „Við erum byrjaðir að taka ný slátraðan lax frá Arnarlaxi og Arctic Fish fyrir vestan og vinna hann í „in-rigorr“,“ segir Guðjón Vilhelm. Það þýðir að fiskurinn er unninn meðan á dauðastirðnun stendur.

Vandinn við þessa vinnslu er sá að erfiðara er að ná úr honum beinunum. „Við plokkum beinin úr flökunum handvirkt í dauðastirðnuninni og ég veit ekki af öðrum sem gera þetta svona. Þessa afurð náum við að selja sem „in-rigor“ flök sem er óhjákvæmilega betri vara. Fiskurinn er stinnari og við erum að fá mjög góð viðbrögð við þessari vöru úti á markaðnum,“ segir Guðjón Vilhelm.

... Við plokkum beinin úr flökunum handvirkt í dauðastirðnuninni og ég veit ekki af öðrum sem gera þetta svona. Þessa afurð náum við að selja sem „in-rigor“ flök sem er óhjákvæmilega betri vara....

Ágæt hilla

Humarsalan hefur fundið markaði fyrir vöruna, sem er umtalsvert dýrari en hefðbundin laxaflök, jafnt innanlands og í Danmörku. Guðjón Vilhelm sagði að danskur aðili sem hann hefur verið í viðskiptatengslum við, hefði sagt við sig að Humarsalan myndi aldrei geta selt laxaflök til Danmerkur. Þar væru verksmiðjur sem framleiddu mörg þúsund tonn af flökum og þess vegna engin ástæða til að flytja þá vöru inn frá Íslandi. Humarsalan sendi þessum aðila sýnishorn af vörunni sem nú er farinn að panta reglulega frá henni in-rigor flök.

Laxinn er flakaður í dauðastirðnun og flökin beinhreinsuð.

„Við erum að vonast til þess að þarna geti verið ágæt hilla fyrir okkur. Danirnir geta ekki unnið in-rigor laxaflök því laxinn í Noregi fer nánast allur heill í gámum inn á meginland Evrópu og til Bandaríkjanna og fiskurinn er löngu genginn í gegnum dauðastirðnun þegar vinnslan loks fær hann í hendur. Ég veit að „in-rigor“ framleiðsla hefur aðeins verið stunduð í Færeyjum og nú erum við að þróa þessa vinnslu og búnir að selja á innanlandsmarkað og til Danmerkur. Við sendum reglulega til eins aðila í Danmörku og hann vill ekki neitt annað lengur en „in-rigor“ flök og er tilbúinn að greiða fyrir þau talsvert hærra verð en fyrir hefðbundin flök.“ Guðjón Vilhelm spáir því að innan örfárra ára verði flökun á laxi í dauðastirðnun orðin mun algengari hér á landi. Litlar vinnslur sem reiða sig á handflökun eigi mikla möguleika á þessu sviði.

Umfjöllun um Humarsöluna  birtist upphaflega í Fiskifréttum og er birt með þeira leyfi.

Vinnsla á flökunum handvirkt tekur dágóðan tíma en afurðin  sem fer í sölu heitir „in-rigor“. Laxinn er flakaður í dauðastirðnun og flökin beinhreinsuð.

Guðjón Vilhelm er framkvæmdastjóri Humarvinnslunnar. 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25