Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Fréttir

Fimmta starfsár FKA Suðurnes - Guðný formaður
Ný stjórn FKA Suðurenes, frá vinstri: Iðunn Kristín Grétarsdóttir, Gúna Mezule, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Þórdís Anna Njálsdóttir, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Steinunn Snorradóttir, Erna Rán Arndísardóttir.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 2. september 2025 kl. 11:03

Fimmta starfsár FKA Suðurnes - Guðný formaður

„Þessi aðalfundur markar fimmta starfsár félagsins okkar og við eru náttúrulega mjög hamingjusamar með það. Deildin var stofnuð árið 2021 og er ein stærsta deild FKA sem við getum við stoltar af,“ segir Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum.

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir formaður FKA var með stutt ávarp á aðalfundi FKA Suðurnes sem var haldinn á Park Inn hótelinu 18. ágúst. „Hún er að opna nýja stórglæsilega verslun Gæludýr.is hjá Krónunni Fitjum og er full tilhlökkunar að vera með annan fótinn á svæðinu,“ segir Guðný Birna.  Á fundinum var Steinunn Snorradóttir með erindi um markmiða-setningu og þægindaramma að lokum hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

„Það er óhætt að segja að hér hafi verið nóg af fjöri og fræðslu á liðnu starfsári og við ætlum að teikna upp nýtt starfsár og ekki gefa neitt eftir. Í krafti kvenfrumkvöðla á Suðurnesjum var stórglæsileg og vel sótt ráðstefna sem konur úr AWE nýsköpunarhraðlinum voru gestir á. Ráðstefna var haldin á Marriott hótelinu á degi sem hófst á heimsókn í Algalíf sem var mikil upplifun. Á starfsárinu fóru félagskonur líka í ferð saman á Hótel Varmaland, héldu árlegan ljósmyndadag þar sem Guna Mezule sá til þess að konur ættu góða mynd til að nota í sínum störfum. Á starfsárinu var FKA í Danmörku með viðburð, þrjár af félagskonum Suðurnesja fóru til Danmerkur og Fida Abu Libdeh var þar með öflugan fyrirlestur. Farið var í KEF SPA & Fitness Versace, haldið var Linkedin námskeið, við fórum á hraðstefnumót og fögnuðum vori með því að fara í pílu á Brons og á Kaffi Golu, nýlegu kaffihús á Stafnesi,“ segir Guðný Birna.“

Konur í atvinnulífinu á Suðurnesjum eru hvattar til að skrá sig í Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA.

Stjórn FKA Suðurnes 2025-2026:

Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður

Þórdís Anna Njálsdóttir, varaformaður

Ásta Kristín Guðmundsdóttir, gjaldkeri

Steinunn Snorradóttir, ritari

Guna Mezule, samskiptastjóri

Erna Rán Arndísardóttir, viðburðastjóri

Anna Tabaszewska (varastjórn)

Bjarklind Sigurðardóttir (varastjórn)

Iðunn Kristín Grétarsdóttir (varastjórn).

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25