Vel heppnaðir Vitadagar í Suðurnesjabæ
Vel heppnuðum Vitadögum - hátíð milli vita er lokið í Suðurnesjabæ. Fjölbreytt dagskrá stóð yfir frá mánudegi og til sunnudags í báðum byggðakjörnum Suðurnesjabæjar.
Bæjarhátíðin náði svo hámarki síðasta laugardagskvöld með hátíð á Garðskaga þar sem skemmtun var á sviði sem síðan lauk með myndarlegri flugeldasýningu. Áætlað er að um 2.000 manns hafi verið á hátíðarsvæinu á laugardagskvöldið.
Hátíðin fór vel fram og lögreglan sá ástæðu til að að hrósa gestum en allir sem yfirgáfu svæðið akandi voru með sín mál á hreinu og enginn undir áhrifum áfengis við stýrið.
Flugeldasýninguna má sjá í myndskeiði með fréttin og myndasafn frá laugardeginum er einnig neðst á síðunni. Þá eru hér einnig tenglar á myndasöfn Vitadaga en Magnús Orri Arnarson var á ferðinni í Suðurnesjabæ og myndaði það sem fyrir augu bar á hátíðinni.