ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Kapalvæðing verður Tengdu og flytur í gamla Símahúsið
Starfsmenn Tengdu f.v.: Andri Þór Halldórsson, Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri, Stefán K. Guðlaugsson, verslunarstjóri, Aleksander Klak, Pawel Karol Szaprowski og Pétur Ragnar Pétursson.
Þriðjudagur 2. september 2025 kl. 06:10

Kapalvæðing verður Tengdu og flytur í gamla Símahúsið

Tímamót eru hjá hinu gamalkunna fyrirtæki Kapalvæðingu en starfsemin flytur 1. september í gamla Símahúsið við Hafnargötu 40. Félagið sem er eitt elsta fjarskiptafyrirtæki landsins, stofnað 1994 og er því á fertugsaldri. Félagið bauð fyrst um sinn aðeins sjónvarpsþjónustu en býður nú alla fjarskiptaþjónustu.
„Félagið álítur sig fjarskiptafélag Suðurnesja og er eina fjarskiptafélagið sem býður heimamönnum staðbundna og persónulega þjónustu. Þá veitum við sjónvarpsþjónustu, netþjónustu, farnet (4G/5G), farsímaþjónustu, heimasíma og seljum auk þess alls konar fjarskiptabúnað. Félagið er með stofnlagnir sem sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki á svæðinu reiða sig á í sínum fjarskiptakerfum. Þá má ekki gleyma sjónvarpsstöðinni okkar, Augnabliki, sem sýnir nýtt og gamalt efni frá svæðinu, Markmiðið er að gera enn meira í þeim rekstri,“ segir Brjánn Jónsson, nýr hluthafi í eigendahópi Kapalvæðingar sem nú fær nafnið Tengdu.

„Við opnum á nýja staðnum mánudaginn 1. september í gamla Símahúsinu sem svo oft er sagt og okkur finnst mjög viðeigandi enda er þá aftur komin símastarfsemi í húsið. Húsið er einnig fjarskiptamiðja Suðurnesja og miðja fyrir öll ljósleiðara og farsímakerfi á svæðinu,“ segir Brjánn en við flutninginn tekur félagið við verslunarrekstri af Byxa þar sem viðskiptavinir Tengdu og Suðurnesjabúar munu njóta sérkjara.

Brjánn er með reynslu úr fjarskiptageiranum en hann er stofnandi Símafélagsins sem sérhæfði sig í fyrirtækjaþjónustu og heildsölu á fjarskiptum milli 2008 og 2018 þegar það var selt til Nova.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Nýja verslunin verður opin á fimmtudagskvöld fyrir Ljósanótt og einnig allan laugardaginn. Allir krakkar í bænum fá frítt ljósaarmband á meðan birgðir endast á laugardeginum.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25