Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Brynvarður bílar á ferð um Reykjanesbæ
Þessir hertrukkar hafa verið á ferðinni síðustu daga og verða notaðir á æfingunni sem hefst eftir helgi. Myndir: Landhelgisgæslan.
Miðvikudagur 3. september 2025 kl. 11:31

Brynvarður bílar á ferð um Reykjanesbæ

Rúmlega 400 þátttakendur á fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga

Í vikunni hafa sprengjusérfræðingar frá 18 löndum streymt til landsins með búnað sinn vegna hinnar árlegu Northern Challenge, sprengjueyðingaræfingar sem Landhelgisgæslan annast og skipuleggur. Æfingin hefst formlega 8. september. Vegfarendur munu eiga von á að sjá ökutæki og búnað á vegum sprengjusérfræðinganna frá Þorlákshöfn að Reykjanesi og sömuleiðis frá Reykjanesi að Hvalfirði. Landhelgisgæslan greinir frá þessu í tilkynningu.

Alls taka um 400 þátttakendur frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi taka þátt í Northern Challenge að þessu sinni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Þá munu fulltrúar frá bandarísku alríkislögreglunni taka þátt í æfingunni og deila reynslu sinni í meðhöndlun sönnunargagna.

Sprengjusérfræðingar allra þessara þjóða sem taka þátt hafa hlotið sömu grunnþjálfun og starfa eftir sömu verklagsreglum.

Á æfingunni gefst kostur á að æfa og samhæfa viðbrögð við atvikum sem kunna að koma upp, eins og t.d. hryðjuverkum. Æfingin í ár tekur einnig mið af þeim ógnum sem fyrir hendi eru í heiminum í dag. Á æfingunni er líkt eftir sprengjum sem fundist hafa víða um heim og þurfa þátttakendur að meðhöndla þær og aftengja.

Þetta er í tuttugasta og fjórða sinn sem Northern Challenge er haldin hér á landi. Æfingin fer að stærstum hluta fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli en einnig í Helguvík og í Hvalfirði.

Æfingin veitir sprengjusérfræðingum, sem koma hvaðanæva að úr heiminum, einstakt tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Northern Challenge hefur notið mikillar virðingar á meðal bandalagsþjóða Atlantshafsbandalagsins NATO og hefur skipað sér sess sem ein mikilvægasta æfing sprengjusérfræðinga innan Atlantshafsbandalagsins. Æfingin hefst þann 8. september og stendur til 18. september.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25