Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Viðskipti

Gæludýr.is opna sína stærstu verslun á Fitjabraut
Anddyrri verslunar Gæludýr.is við Fitjabraut 5.
Fimmtudagur 11. september 2025 kl. 07:29

Gæludýr.is opna sína stærstu verslun á Fitjabraut

Öll gæludýr eru velkomin í Gæludýr.is Mikið úrval af skemmtilegum þrautum og leikföngum fyrir kisur, hunda og önnur gæludýr

Gæludýr.is hefur opnað nýja verslun í verslunarkjarnanum við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ og staðsett á milli nýrrar verslunar Krónunnar og Byko.

„Við erum mjög spennt yfir opnun Gæludýr.is í Reykjanesbæ. Þetta er stærsta verslun Gæludýr.is, heilir 1300 fm og sú sjötta í röðinni,“ segir Helga Sif Árnadóttir, verslunarstjóri Gæludýr.is í Reykjanesbæ.

„Það var með mikilli gleði að við opnuðum verslunina núna í lok ágúst. Við erum með mjög mikið vöruúrval fyrir hunda, ketti, nagdýr, fugla og fiska. Í heildina eru vörunúmerin um 6000.“

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Verslanir Gæludýr.is eru með þessari nýju verslun sex talsins og er verslunin í Reykjanesbæ önnur verslun Gæludýr.is sem opnar utan höfuðborgarsvæðisins. Sú fyrri var opnuð á Akureyri haustið 2020.

„Það skiptir okkur miklu máli að þjónusta okkar viðskiptavini þar sem þeir eru, en töluvert er af hundum og köttum í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum,“ segir Helga.

Helga Sif Árnadóttir er verslunarstjóri Gæludýr.is í Reykjanesbæ.

„Við leggjum mikla áherslu á gott verð og leggjum okkur sérstaklega fram við að bjóða alltaf lægstu mögulegu verðin. En við viljum ekki gefa neinn afslátt af gæðunum því það skiptir svo miklu máli að dýrin okkar fái bara það besta í öllum gæðaflokkum.“

Í verslun Gæludýr.is fæst allt á milli himins og jarðar fyrir hunda og ketti, allt frá því nauðsynlega – fóðri, kattasandi, hreinlætisvörum – að því sem gerir lífið örlítið betra, svosem sundlaugar, bæli í öllum stærðum og gerðum og að sjálfsögðu fjölbreytt úrval af hunda- og kisunammi. Þá er einnig hægt að finna alls konar fyrir fiskabúr, fugla og nagdýr.

„Vissulega er undirstaða alls gæludýrahalds að gefa dýrunum gott fóður og stór hluti af úrvalinu hjá okkur er miðaður að því, en það er alls ekki minna mikilvægt að bjóða dýrunum okkar, stórum sem smáum, upp á góða afþreyingu til að auðga þeirra líf og bæta andlega líðan,“ segir Helga.

„Til dæmis með kisurnar, margir halda að kisur þurfa lítið til að eiga gott líf, en kisum líður almennt betur ef þær fá reglulega tækifæri til að örva heilastarfsemina, til dæmis með fóðurpúslum. Úti í náttúrunni þá veiða kettir sér til matar og það dregur úr streitu hjá þeim ef þeir fá að vinna aðeins fyrir matnum inni á heimilinu líka.“

Mikið úrval af fóðri er í verslunnni.

Af hverju er mikilvægt að draga úr streitu hjá heimilisköttum?

„Stressaðar kisur geta þróað með sér kvíða og hegðunarvandamál ef þeim líður ekki vel,“ útskýrir Helga.

„Algengt vandamál eru kisur sem naga alls konar á heimilinu, eða byrja að pissa þar sem þær eiga ekki að vera að pissa. Oft getur það verið fyrirbyggjandi að bjóða köttum reglulega upp á heilaþrautir eða sleikimottur með nammi, sem bæði getur byggt upp vellíðan hjá köttum og hjálpar þeim að slaka á.

Það þarf ekki að spyrja að því, en það má finna mikið úrval af skemmtilegum þrautum og leikföngum fyrir kisur, hunda og önnur gæludýr í verslun Gæludýr.is. Þar má líka finna hresst starfsfólk með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur gæludýrum og er tilbúið að aðstoða gæludýraeigendur, byrjendur sem lengra komna.

Verslunin er rúmgóð og björt.

Við erum ótrúlega þakklát fyrir móttökurnar sem við höfum fengið hér í Reykjanesbæ, en þessir fyrstu dagar hafa farið afskaplega vel af stað. Við hlökkum til að kynnast öllum gæludýraeigendunum á svæðinu – og gæludýrunum þeirra.

Öll gæludýr eru velkomin í Gæludýr.is og það hefur verið afskaplega vinsælt að umhverfisþjálfa hunda og ketti í verslunum okkar. Hér er líka meira en nóg pláss fyrir alla, fólk og ferfætlinga,“ sagði Helga að lokum.

Nammibar fyrir gæludýrin.

Úrval af kattatrjám og klórustaurum er í versluninni.