Íþróttir

Logi áfram á parketinu í Ljónagryfjunni - væringar í leikmannamálum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 8. maí 2022 kl. 21:38

Logi áfram á parketinu í Ljónagryfjunni - væringar í leikmannamálum

„Þetta er bara of gaman“, segir Logi Gunnarsson, leikreyndasti leikmaður Njarðvíkinga í körfubolta

Körfuknattleiksmaðurinn og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson mun leika alla vega eitt keppnistímabil í viðbót með sínum mönnum í efstu deild körfuboltans. Njarðvíkingar duttu út í undanúrslitum Subway-deildarinnar gegn Tindatóli nýlega en þeir lönduðu bikarmeistaratitli síðasta haust. 

Logi greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann greinir frá því að 25. tímabilið sé á enda en hann taki alla vega eitt tímabil í viðbót. Logi er á 41. aldursári og elsti leikmaðurin í Subway deild karla í körfubolta.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

All nokkrar væringar eru í leikmannamálum liðanna í deildinni. Karfan.is segir frá því að Keflvíkingar séu að hugsa sinn gang í þjálfaramálum og einnig að einn af lykilmönnum liðsins, Valur Orri Valsson, sé hugsanlega á leið til annars liðs. Keflvíkingar sögðu upp samningi við Dominykas Milka en ítalski miðherj­inn Dav­id Okeke verður áfram í her­búðum liðsins.

Karfan.is greinir m.a. frá því að landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson sé jafnvel á leiðinni til Njarðvíkur en einnig Grindvíkurinn Ólafur Ólafsson og Kristinn Pálsson en hann lék síðustu tímabil með UMFG en er uppalinn í Ljónagryfju Njarðvíkur. Grindvíkingar eru einnig að leita að þjálfara. Keflvíkingurinn Sverrir Þór Sverrisson tók við liðinu eftir áramót í vetur en afþakkaði gott boð um að stýra liðinu næsta tímabil.

Sjá meira á karfan.is