Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Keflvíkingar enn á sigurbraut - Grindavík vann líka
Grindavík og Keflavík unnu bæði.
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
föstudaginn 12. mars 2021 kl. 10:28

Keflvíkingar enn á sigurbraut - Grindavík vann líka

Keflvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Domino’s deild karla í körfubolta. Í gær sigruðu þeir Hauka á heimavelli. Á sama tíma unnu Grindvíkingar Þór Þorlákshöfn í Grindavík. Njarðvíkingar mæta Tindastóli í kvöld, föstudag.

Keflvíkingar fengu góða mótspyrnu frá neðsta liði deildarinnar í fyrri hálfleik en þegar flautað var til leikhlés voru Haukarnir með tveggja stiga forystu. Heimamenn virðast geta sett í annan eða þriðja gír eftir leikhlé en það hafa þeir oft gert í vetur. Svo var raunin núna. Þeir unnu þriðja leikhluta 24-10 og gerðu út um leikinn. Lokatölur urðu 86-74.

Stigaskorið skiptist nokkuð jafnt á milli leikmanna Keflavíkur en Calvin Burks Jr. var stigahæstur með 19 stig.

Keflavík-Haukar 86-74 (21-22, 21-22, 24-10, 20-20)

Keflavík: Calvin Burks Jr. 19/4 fráköst, Dominykas Milka 16/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/7 fráköst/10 stoðsendingar, Deane Williams 15/11 fráköst, Max Montana 12, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Reggie Dupree 3, Valur Orri Valsson 3/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Magnús Pétursson 0, Arnór Sveinsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

Leikur Grindvíkur og Þórs var hnífjafn allan tímann en heimamenn hafa verið að styrkjast að undanförnu. Marshall Lance Nelson skoraði 22 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig í fjögurra stiga sigri, 105-101.

Grindavík-Þór Þorlákshöfn 105-101 (34-33, 25-24, 27-24, 19-20)

Grindavík: Marshall Lance Nelson 22, Dagur Kár Jónsson 20/5 fráköst/12 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 17/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 15, Amenhotep Kazembe Abif 14/12 fráköst, Kristinn Pálsson 10/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/9 fráköst, Sverrir Tryggvason 0, Bragi Guðmundsson 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0, Johann Arni Olafsson 0, Þorleifur Ólafsson 0.