NetogTV
NetogTV

Íþróttir

Keflavík deildarmeistarar Subway-deildar kvenna
Daniela Wallen hefur verið frábær í ár með 20,8 stig, 11 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í lek. Myndir úr safni VF
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 20. mars 2023 kl. 10:01

Keflavík deildarmeistarar Subway-deildar kvenna

Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í gær með fyrirhafnarlitlum sigri á ÍR, 42:87. Keflavíkurkonur hafa átt mjög gott tímabil og eru vel að titlinum komnar en leikur þeirra hefur verið mjög sannfærandi og liðið hefur mikla breidd. Á sama tíma unnu Njarðvíkingar Blika með ellefu stigum og sitja sem fastast í fjórða sæti, það er því ljóst að deildarmeistararnir í ár munu mæta Íslandsmeisturunum í fjögurra liða úrslitum úrslitakeppninnar sem hefst 3. apríl. Nágrannaslagur af bestu gerð þar sem ekkert er öruggt og verður án efa barist til síðasta blóðdropa um að komast í úrslitaleikinn.

Grindavík þurfti að láta í minni pokann gegn Val í gær en Grindavík missti af lestinni um sæti í úrslitakeppninni, Grindvíkingar byrjuðu tímabilið ekki nógu vel þótt þær hafi heldur betur bætt sig eftir því sem á leið.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Keflvíkingar slógu Njarðvíkinga út í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í vetur í frábærum leik sem endaði 103:97. Það verður spennandi að sjá hvort Íslandsmeistararnir nái fram hefndum og fái tækifæri til að verja titilinn en það mun án ef mæða mikið á þessum tveimur, Aliyah Collier úr Njarðvík og Daniela Wallen hjá Keflavík.

ÍR - Keflavík 42:87

(11:20, 12:17, 9:27, 10:23)

Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 17/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 15/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 9/8 stoðsendingar, Karina Denislavova Konstantinova 9/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 4, Gígja Guðjónsdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 3, Anna Þrúður Auðunsdóttir 2, Eygló Kristín Óskarsdóttir 1/7 fráköst, Agnes María Svansdóttir 0.

Raquel Laneiro skoraði flautuþrist á móti Keflavík í þarsíðustu umferð. Laneiro er mikill baráttuhundur og getur látið að sér kveða þegar mikið er undir.

Breiðablik - Njarðvík 69:80

(18:24, 16:23, 15:13, 20:20)

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Raquel De Lima Viegas Laneiro 12/4 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Lavinia Joao Gomes Da Silva 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4/8 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Dzana Crnac 4, Erna Hákonardóttir 3, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2/5 fráköst.

Hulda Björk Ólafsdóttir hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður á þessu tímabili og verið mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur.

Valur - Grindavík 92:66

(18:16, 30:12, 24:20, 20:18)

Grindavík: Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 17/5 fráköst, Elma Dautovic 15/12 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 13/5 stoðsendingar, Danielle Victoria Rodriguez 11/9 fráköst/8 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2/5 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 1, Elín Bjarnadóttir 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.