bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Andri og Sigurbergur til Keflavíkur
Andri Fannar í leik með Njarðvík í sumar.
Sunnudagur 3. nóvember 2019 kl. 14:24

Andri og Sigurbergur til Keflavíkur

Karlalið Keflavíkur í knattspyrnu gekk nýlega frá samningi við þá Andra Fannar Freysson og Sigurberg Bjarnason en þeir hafa lengst af leikið með Njarðvík og eru uppaldir þar.

Andri Fannar er 27 ára gamall miðjumaður en hann lék með Keflavík 2013-2014 og lék sextán leiki með liðinu. Sigurbergur Bjarnason sem leikið hefur sem kantmaður lék sína fyrstu leiki með Njarðvík í Inkasso-deildinni í fyrra en meiddist og lék ekkert með liðinu í sumar. Hann lék einn leik með Vestra í sumar en faðir hans er Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins.