ísbúð garðarbæjar
ísbúð garðarbæjar

Fréttir

Víkurfréttir vikunnar komnar í loftið
Þriðjudagur 21. júní 2022 kl. 19:05

Víkurfréttir vikunnar komnar í loftið

Víkurfréttir eru komnar út á rafrænu formi en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun. Blaðið er troðfullt af áhugaverðu efni; svipmyndir frá hátíðarhöldum 17. júní, nýr körfuboltavöllur vígður í minningu Ölla, danssýning Team DansKompaní og margt fleira.

Fiskeldið Stolt Sea Farm er heimsótt en það notar m.a.a heitt affallsvatn frá orkuveri HS orku á Reykjanesi til eldis á Senegalflúru, einum verðmætasta matfiski veraldar.

Keflvíkingurinn Óli Þór Kjartansson segir frá nýrri útfærslus em hann hefur þróað á hinni aldagömlu skákíþrótt og kallar Íslenska skák.

Kylfingar sem léku einn erfiðasta völl Bandaríkjanna segja frá þeirri upplifun og fleira áhugavert er í sportinu sem er á sínum stað og fastir liðir samkvæmt venju.