Sporthúsið
Sporthúsið

Fréttir

Sviptur sektaður um 250.000 krónur fyrir hraðakstur
Þriðjudagur 5. október 2021 kl. 09:49

Sviptur sektaður um 250.000 krónur fyrir hraðakstur

Talsvert hefur verið um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu þremur dögum. Ökumaður sem mældist á 166 km hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km, var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Hans bíður sekt að upphæð 250 þúsundir króna. Annar mældist á 151 km hraða og tveir til viðbótar óku yfir 130 þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Annar hinna síðastnefndu var aðeins 17 ára.

Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna vímuefnaaksturs.