Fréttir

Bæjarstjórn samþykkir niðurrif Sundhallar Keflavíkur
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 09:04

Bæjarstjórn samþykkir niðurrif Sundhallar Keflavíkur

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt með 10 atkvæðum erindi um heimild til niðurrifs á Sundhöll Keflavíkur við Framnesveg 9 í Keflavík. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku. Margrét Ólöf A. Sanders sat hjá við atkvæðagreiðsluna á.
 
Margrét sagði þegar hún gerði grein fyrir hjásetu sinni í málinu að mál Sundhallarinnar væri mál sem bæjarfulltrúar þyrftu að læra af „því það eiga eftir að koma upp fleiri Sundhallarmál,“ sagði Margrét og vísaði til þess að á næstu árum yrði tekist á um framtíð annarra bygginga í bæjarfélaginu sem væru að eldast og gætu fengið sömu örlög á Sundhöll Keflavíkur. Margrét sagði að bæjarfulltrúar þyrftu allir að horfa í eigin barm og vinna betur í næsta máli.
 
Friðjón Einarsson sagði hins vegar að málið hafi verið unnið faglega í bæjarstjórn frá upphafi og eftir lögum. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi ekki getað gert betur í málinu.
 
Guðbrandur Einarsson sagði í umræðum um málið að næstu fjögur ár eigi bæjarstjórn eftir að takast á við erfiðari mál en Sundhöll Keflavíkur og vísaði þar til mála kísilvers í Helguvík.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024