Sbarro
Sbarro

Viðskipti

Byggja WAB air á grunni WOW air
Ljósmynd: Sigurbjörn Arnar Jónsson
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 10. júlí 2019 kl. 10:05

Byggja WAB air á grunni WOW air

Hópur fjárfesta og tveggja fyrrverandi stjórnenda hjá WOW air vinnur um þessar mundir, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair, að stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags á grunni WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja hérlendra banka og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, jafnvirði tæplega fjögurra milljarða króna, til þess að reka hið nýja flugfélag. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Áætlanir hópsins miða að því að nýja lággjaldaflugfélagið, sem ber í minnisblaðinu heitið WAB air og verður byggt upp á grunni WOW air, hefji rekstur í haust og verði með sex vélar í rekstri sínum fyrsta árið. Er stefnt að því að fljúga til fjórtán áfangastaða í Evrópu og Ameríku en áætlanirnar gera ráð fyrir að ein milljón farþega verði flutt með félaginu á næsta ári og fimm hundruð starfsmenn ráðnir til þess á næstu tólf mánuðum. Þá verði velta félagsins jafnframt um tuttugu milljarðar króna á næsta ári.