Sjöþúsund vinningar í Jólalukku VF
Átján verslanir á Suðurnesjum eru með í Jólalukku Víkurfrétta 2025 en þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem Víkurfréttir standa fyrir þessum vinsæla skafmiðaleik í samvinnu við verslanir í Reykjanesbæ í desember. Sjö þúsund vinningar verða skafðir af Jólalukkumiðum fyrir þessi jól en þeir eru frá fimmtíu fyrirtækjum á Suðurnesjum. Viðskiptavinir í þessum 18 verslunum fá Jólalukku skafmiða versli þeir fyrir 8 þúsund krónur.
Þá verða sextíu vinningar í þremur útdráttum í desember en dregið verður úr miðum (með engum vinningi á) sem skilað er í Nettó verslanir í Njarðvík og Keflavík. Stærsti útdráttarvinningurinn er glæsilegur hægindastóll frá Bústoð í Keflavík, fjögur Smart LG-sjónvörp auk tuttugu 15 þús. kr. inneignarvinninga frá Nettó. Nöfn vinningshafa verða birt á vf.is.







