Snjótörnin kom á óvart
Góðar viðtökur hjá Dekkjahöllinni í Reykjanesbæ
Fyrstu mánuðirnir hafa gengið afar vel og við höfum fundið fyrir miklum áhuga frá íbúum á svæðinu. Viðtökurnar hafa verið framar vonum og það hefur verið ánægjulegt að fá þetta traust strax frá upphafi,“ segir Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar sem opnaði á Fitjum í Njarðvík í haust.
„Snjótörnin kom öllum á óvart snemma í október, en starfsfólkið hjá okkur stóð sig frábærlega. Við vorum með gott verklag og tókst að taka móti öllum sem komu án mjög langra biðraða. Þessi snjótörn var góð prófraun á nýja verkstæðið og tækjabúnaðinn – og við stóðumst hana vel.“
Reynir segir að boðið sé upp á alla helstu dekkjaþjónustu: dekkjaskipti, jafnvægisstillingu, viðgerðir á dekkjum og dekkjahótel. „Við erum líka með felgur frá MAK og bjóðum ráðgjöf varðandi stærðir, öryggi og hentugustu lausnir fyrir hvert ökutæki.“
Eruð þið með gott úrval af vetrar- og heilsársdekkjum, hvaða merki eru vinsælust hjá ykkur?
„Já, við erum með mjög breitt vetrar- og heilsársdekkjaúrval. Vinsælustu merkin hjá okkur eru Continental, Falken og Yokohama, en við bjóðum líka Triangle og Sonar sem eru hagkvæmur og góður kostur fyrir marga. Þetta eru allt merki sem við höfum reynslu af og vitum að skila góðri frammistöðu í íslenskum aðstæðum.“
Hvað með vetrardekk með nöglum eða ekki. Eruð þið að hvetja fólk til að sleppa nöglum?
„Við ráðleggjum viðskiptavinum út frá þeirra aksturslagi og aðstæðum. Naglar eru enn mjög góð lausn fyrir þá sem keyra mikið í hálku eða út fyrir þéttbýli, en nútíma naglalaus vetrardekk hafa þróast mikið og henta mörgum jafnvel betur. Við hvetjum fólk ekki sérstaklega að sleppa nagladekkjum heldur veljum saman bestu lausnina.“
Er hægt að geyma dekkin á dekkjahóteli hjá ykkur í Reykjanesbæ?
„Já, við erum með rúmgott, þurrt og öruggt dekkjahótel. Þetta hefur reynst sérstaklega vinsælt enda léttir það lífið hjá mörgum – ekkert burðarvesen og við sjáum um skoðun, merkingu og að dekkin séu í toppstandi fyrir næstu árstíð.“
Hvað varð til þess að þið ákváðuð að opna Dekkjahöllina í Reykjanesbæ og hvað skiptir mestu máli fyrir ykkur á nýjum stað?
„Við höfum séð mikla uppbyggingu á svæðinu og fannst vanta öfluga þjónustuaðstöðu fyrir íbúa og fyrirtæki. Það skiptir mestu máli fyrir okkur að vera nálægt fólkinu, bjóða upp á trausta þjónustu og vera rekstur sem stendur með samfélaginu.“
Að sögn Reynis eru starfsmennirnir með mikla reynslu úr dekkja- og bílgreinum. „Við leggjum mikla áherslu á fagmennsku og góða þjónustu, og erum stolt af því hversu vel teymið vinnur saman – sérstaklega á annatímum.“
Hvernig horfir veturinn við ykkur – eru einhverjar sérstakar áskoranir eða tækifæri í dekkjamarkaðnum núna?
„Veturinn lítur út fyrir að verða annasamur og við finnum fyrir aukinni áherslu á gæði og öryggi. Fólk er að velja betri dekk og vilji er fyrir persónulegri ráðgjöf. Stærsta áskorunin er að halda uppi hraðri þjónustu þegar álagið er mest, en það er jafnframt tækifæri til að sýna okkar styrkleika.“
Hvernig tryggið þið hraða og góða þjónustu á annatíma þegar langur biðtími í tímabókanir myndast víða annars staðar?
„Við leggjum mikið upp úr skipulagi, réttu flæði á verkstæðinu og góðri þjónustu. Á annatímum er teymið okkar samstillt og við byrjum snemma og vinnum seint ef þarf. Við viljum vera staðurinn þar sem fólk fær afgreiðslu án þess að þurfa bíða í margar vikur eftir tíma. Hjá okkur afgreiðum við úr röðinni og hægt að komast að samdægurs.“
Reynir segir að eitt af markmiðum Dekkjahallarinnar sé að vera þjónustuaðili sem fólk getur treyst, skapa störf í bænum og taka þátt í að byggja upp jákvætt atvinnulíf í Reykjanesbæ. „Við ætlum að vera til staðar fyrir íbúa, fyrirtæki og félög – og leggja okkar af mörkum til öryggis í umferðinni með góðri ráðgjöf og faglegri þjónustu.
Í nóvember er opið á laugardögum milli 10:00 og 14:00. Á virkum dögum er opnunartíminn klukkan 8:00 til 17:00.
(KYNNING)





