Pistlar

Hvatningin: Að hafa augun skær og brosið bjart
Laugardagur 7. desember 2019 kl. 08:49

Hvatningin: Að hafa augun skær og brosið bjart

Það getur verið pínu flókið að finna út úr því hvernig best er að halda ljósinu logandi í sálinni, að hafa augun skær og brosið bjart. Hvatningin mín til ykkar er að gera eitthvað á hverjum degi bara fyrir ykkur. Það þarf sko ekki að taka langan tíma, til dæmis bara að setjast niður með góðan kaffibolla og hlusta á fallegt lag. Já, bara að eiga fallega stund með ykkur sjálfum, að finna hvernig ykkur líður einmitt núna. Þannig eflum við sjálfið okkar svo vel og það sem gerist þegar við munum eftir því að gefa okkur tíma þá höfum við svo miklu meira að gefa þeim sem okkur þykir vænst um. Já, lífið verður bara svo miklu betra. Vona að hátíð ljóss og friðar verði ykkur öllum ljúf, að þið finnið hvernig best er fyrir ykkur halda ljósinu logandi í sálinni, að hafa augun skær og brosið bjart.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kær kveðja,
Bryndís Kjartansdóttir,
jógakennari og markþjálfi.