Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

VSFK fagnar 90 árum - myndir
Guðbjörg Kristmundsdóttir, núverandi formaður félagsins og Kristján Gunnarsson, formaður félagins í tæp 30 ár en hann var gerður að heiðursfélaga í afmælishófinu. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 21. janúar 2023 kl. 06:08

VSFK fagnar 90 árum - myndir

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis fagnaði 90 ára afmæli og bauð félögum til fagnaðar í upphafi árs. Margt var um manninn og ávarpaði Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður félagsins afmælisgesti. Hún óskaði félagsfólki til hamingju með áfangann og sagði stuttlega frá tilurð félagsins. 

Kristján Gunnarsson, formaður VSFK í nærri þrjá áratugi var gerður að heiðursfélaga og færði Guðbjörg honum blóm af því tilefni og nældi í hann gullmerki félagsins.

Public deli
Public deli

VSFK var stofnað árið 1932 og í þessi 90 ár hafa aðeins verið fjórir formenn í félaginu. Þeir Guðni Guðleifsson, Ragnar Guðleifsson, Karl Steinar Guðnason og Kristján Gunnarsson. Guðbjörg er fimmti formaður félagsins og fyrsta konan til að gegna embættinu. 

Páll Ketilsson kíkti í afmælið og tók meðfylgjandi myndir sem sjá má í meðfylgjandi myndasafni hér fyrir neðan.