Mannlíf

Væri veisla að geta flogið
Daníel Eric Ottesen Clarke
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 26. september 2022 kl. 09:00

Væri veisla að geta flogið

Nafn: Daníel Eric Ottesen Clarke
Aldur: 15 ára
Skóli: Holtaskóli
Bekkur: 10. bekkur
Áhugamál: Körfubolti, fótbolti og vera með vinum
„Minn helsti kostur er líklegast að ég er alltaf til í að hjálpa fólki sama hvað það hefur lent í,“ segir Daníel Eric aðspurður hver hans helsti kostur sé. Hann nýtur þess að fara á fótbolta- og körfuboltaæfingar, heim í tölvuna eða vera með vinum utan skóla og stefnir að því að fara í framhaldsskóla eftir grunnskóla.
Hvert er skemmtilegasta fagið?

„Það eru íþróttir en ef það þarf að vera tengt lærdómi þá væri það líklegast náttúrufræði eða danska á föstudögum.“

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

„Aron Örn Þorleifsson, mér finnst hann bara svo hæfileikaríkur í öllu sem hann gerir og á bjarta framtíð í boltanum, eða þær Drífa, Solla og Anna María fyrir frábæran söngleik.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Skemmtilegasta saga úr skólanum:

„Þegar ég, Aron, Jóhann og Dagur sungum Let it go fyrir framan allan skólann.“

Hver er fyndnastur í skólanum?

„Úff, ef ég þyrfti að velja væri það hann Ronni eða Egill þeir eru báðir fyndnir en ég held ég velji Egill rétt svo yfir Ronna.“

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

„Slæmir ávanar með Birni eða Geekd með Daniil.“ 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

„Klassískur Kenny boxmaster eða eitt klassískt þriðjudagstilboð á Dominos.“

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

„Horfi sjaldan á myndir en nýjasta Minions myndin er líklegast upphálds akkúrat núna.“

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

„Númer eitt væri Playstation tölvan svo ég hefði eitthvað að gera. Númer tvö: Símann svo ég geti ennþá talað við fólk. Þriðja væri svo einhver af vinum eða vinkonum mínum en ég get ekki valið hver það yrði.“

Hver er þinn helsti kostur?

„Minn helsti kostur er líklegast að ég er alltaf til í að hjálpa fólki sama hvað það hefur lent í, ég er alltaf til í að hjálpa eða bara hlusta á fólk sem hefur lent í erfiðleikum.“

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

„Að geta flogið, það væri veisla.“

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

„Þegar fólk er skemmtilegt, traust, og heiðarlegt.“

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

„Eftir grunnskóla langar mig að fara í framhaldsskóla og halda áfram í annaðhvort körfuboltanum eða fótboltanum.“

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

„Sérstakur.“