Rétturinn atvinna
Rétturinn atvinna

Mannlíf

Með brennandi áhuga á fótbolta
Tristan og pabbi hans, Guðlaugur Gunnólfsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 11. september 2022 kl. 10:00

Með brennandi áhuga á fótbolta

Ungmenni vikunnar

Nafn: Tristan Vilmar Guðlaugsson
Aldur: 13 ára
Skóli: Holtaskóli
Bekkur: 8. bekkur
Áhugamál: Fótbolti
„Það myndi vera matur, fótbolti og takkaskór – svo ég gæti borðað og æft mig í fótbolta því það er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Tristan aðspurður hvað hann myndi taka með sér á eyðieyju. Hann er með brennandi áhuga á fótbolta og stefnir langt. 

Hvað gerir þú utan skóla? 

Ég æfi fótbolta, æfi mig aukalega og hitti vini mína.

 

Hvert er skemmtilegasta fagið? 

Það eru íþróttir.

 

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Adam, besti vinur minn, fyrir að leika í bíómyndum – en annars held ég að ég verði líka nokkuð frægur fyrir fótbolta.

 

Skemmtilegasta saga úr skólanum? 

Mér fannst ótrúlega gaman að fara og horfa á skólann minn keppa í Skólahreysti og vera með öllum vinum mínum að hvetja skólann minn áfram.

 

Hver er fyndnastur í skólanum? 

Mér finnst Hjörtur Karl vera fyndnastur.

 

Hvert er uppáhaldslagið þitt? 

Backseat með Russ Millions.

 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? 

Mér finnst pastarétturinn hennar mömmu mjög góður.

 

Hvað er uppáhaldsbíómyndin þín? 

Flestar James Bond myndirnar eru frábærar að mínu mati.

 

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? 

Það myndi vera matur, fótbolti og takkaskór – svo ég gæti borðað og æft mig í fótbolta því það er það skemmtilegasta sem ég geri.

 

Hver er þinn helsti kostur? 

Ég er frekar duglegur.

 

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni hvað myndir þú velja? 

Ég myndi vilja geta orðið ósýnilegur.

                                                                  

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? 

Mér finnst mest mikilvægast að fólk sé heiðarlegt.

 

Hvað langar þér að gera eftir grunnskóla? 

Langar að fara í FS á afreksbraut í fótbolta og svo langar mig að læra að klippa.

 

Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði hvaða orð væri það? 

Flottur.