Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Fjölhæfasti Grindvíkingurinn í Suðurnesjamagasíni kvöldsins
Fimmtudagur 21. nóvember 2019 kl. 11:11

Fjölhæfasti Grindvíkingurinn í Suðurnesjamagasíni kvöldsins

Pálmar Örn Guðmundsson er magnaður Grindvíkingur sem er menntaður íþróttafræðingur en hefur síðustu tvö árin fengist við tónlistarsköpun og flutning, sinnt málaralist, kennt kúbverskan salsadans og þjálfað yngstu knattspyrnumenn Grindavíkur. Það gerast eflaust ekki fjölhæfari en þetta. Hann segir okkur margar skemmtilegar sögur í þætti vikunnar.

Hér er brot úr einni þeirra frá ævintýrum á Kúbu.