Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Kerfi og Vetrarmyrkur Gunnhildar Þórðardóttur
Föstudagur 19. desember 2025 kl. 09:57

Kerfi og Vetrarmyrkur Gunnhildar Þórðardóttur

Listamannaspjall og upplestur laugardag 20. desember kl.13-16

Sýningin Kerfi með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur var opnuð í Gallerí Göngum 4. desember sl. Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari og hefur verið virkur myndlistarmaður í 20 ár en að þessu tilefni er hún einnig að gefa út sjöundu ljóðabók sína, Vetrarmyrkur. Listamaðurinn mun vera á staðnum og lesa upp úr nýútkominni ljóðabók sinni og spjalla við gesti um verkin, heitt á könnunni og piparkökur.

Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari eins og áður sagði. Hún lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótardiplóma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Hún hefur haldið margar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Svavarssafni, Norræna húsinu, 002 gallerí og Tate Britain. Hún er stofnandi listahátíðarinnar Skáldasuðs og Myndlistarskóla Reykjaness. Hún fékk ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019 og hefur tekið þátt í fjölda upplestra. Sýningin stendur til 30. janúar og verður opin á opnunartíma safnaðarheimilisins í Háteigskirkju þriðjudaga – fimmtudaga 10-16 og föstudaga 10-15. Listamaðurinn verður á staðnum laugardagana 6. og 20. desemer kl.13-16 og laugardagana 10. og 24. janúar kl.13-16.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25