Mannlíf

Eyðir helginni á aflraunamóti á Íslendingadögum í Kanada
Theodór Már Guðmundsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 29. júlí 2022 kl. 15:00

Eyðir helginni á aflraunamóti á Íslendingadögum í Kanada

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Helgin hans Theodórs Más Guðmundssonar verður heldur frábrugðin hefðbundnum verslunarmannahelgum en hann mun keppa á aflraunamótinu Magnus Ver Classic Qualifier í bænum Gimli í Kanada.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Ég er fara keppa úti í Kanada í bæ sem heitir Gimli í fylkinu Manitoba á aflraunamótinu eða á ensku "strongman"-mótinu Magnus Ver Classic Qualifier. Það verður hátíð sem kallast Íslendingadagar þar yfir helgina og er ég mjög stoltur að vera eini íslenski keppandinn og vona ég að geti verið landinu mínu til sóma.

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Bæði góða skapið og keppnisskapið!

Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Ætli það sé ekki frá Þjóðhátíð 2016 þegar það var æðislegt veður alla helgina og vorum með sófa úti í garði og var ég þar að njóta mín með æðislegum vinum. Við hlógum svo mikið að það var stutt í kviðslit nánast alla helgina!