Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Ellen Lind íþróttamaður Voga
Fimmtudagur 9. janúar 2020 kl. 07:24

Ellen Lind íþróttamaður Voga

-Aron fékk hvatningarverðlaunin

Ellen Lind Ísaksdóttir var útnefndur íþróttamaður ársins og Aron Kristinsson fékk hvatningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga á Vatnsleysuströnd. Verðlaun voru afhent á Gamlársdag.
Ellen Lind er handhafi titilsins sterkasta kona Íslands árið 2019 og tók að auki þátt í öðrum mótum á síðastliðnu ári með góðum árangri. Hún segist vera rétt að byrja. Að auki kom fram í rökstuðningi með tilnefningu að Ellen er sönn fyrirmynd í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, gríðarlega framtakssöm og dugleg. Einnig er hún lítillát og kurteis í framkomu, hjálpsöm og hlý við alla sem hún umgengst.
Hvatningarverðlaun sveitarfélagsins hlaut að þessu sinni Aron Kristinsson. Aron er 12 ára og hefur æft dans frá sl. 3 ár í Danskompaní. Hann æfir jazzballet, nútímadans, hip hop, klassískan ballet og leiklist ásamt því að vera í ýmsum leiðleika og tæknitímum.  Aron er mjög metnaðarfullur, leggur sig alltaf allan fram, tekur dansæfingar fram yfir allt annað og þykir mjög efnilegur dansari, segir á heimasíðu Voga.