Keflavíkurkirkja
Keflavíkurkirkja

Mannlíf

Dansað í Andrews
Dansararnir sýndu snilldartakta og heilluðu áhorfendur. VF-myndir: JPK
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 21. júní 2022 kl. 18:42

Dansað í Andrews

Styrktarsýning Team DansKompaní fyrir heimsmeistaramótið í dansi

Keppnislið Team DansKompaní hélt styrktarsýningu 15. júní síðastliðinn í Andrews Theatre fyrir ferð sína á heimsmeistaramótið í dansi. Alls keppa 24 atriði frá DansKompaní á mótinu og eru dansarar liðsins á aldrinum sex til tuttugu og þriggja ára. Hópurinn hefur lagt mikinn tíma og vinnu í stífar æfingar fyrir mótið og var afraksturinn sýndur á styrktarsýningunni við góðar undirtektir viðstaddra.
Halla Karen Guðjónsdóttir var kynnir á sýningunni og tók dansarana tali á milli atriða.
Það var ekki bara dansað heldur líka sungið á sýningunni.
Í upphafi sýningar kom allur hópurinn fram saman og var hver og einn keppandi kynntur til leiks.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók myndir á sýningunni eins og sést í myndasafni neðst á síðunni.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Styrktarsýning Team DansKompaní fyrir heimsmeistaramótið í dansi