Íþróttir

VF 1988: Hækjulið  Keflvíkinga
Hækjukarlar ÍBK, f.v.: Axel Nikulásson, Matti Ó. Stefánsson, Ólafur Gottskálksson, Guðjón Skúlason og Gylfi Þorkelsson.
Laugardagur 30. janúar 2021 kl. 17:38

VF 1988: Hækjulið Keflvíkinga

Úrvalsdeildarlið Keflvíkinga í körfunni á „bágt“ um þessar mundir. Fimm af fastamönnum liðsins eru meiddir og leika líklega ekki með ÍBK í úrslitakeppninni. Sjúkralistamennirnir eru Axel Nikulásson, Matti Ó. Stefánsson, Ólafur Gottskálksson, Guðjón Skúlason og Gylfi Þorkelsson. Í 10 manna byrjunarliði IBK, sem leikur gegn Þór um helgina verða sjö annars flokks strákar og aðeins þrír eldri leikmenn.

Síðasta umferðin í úrvalsdeildarkeppninni verður um helgina, en síðan tekur úrslitakeppnin við. Líklega lendir UMFN gegn KR eða Val og ÍBK gegn Haukum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

VF.is birtir eldra efni af síðum Víkurfrétta sem fögnuðu nýlega 40 ára útgáfuafmæli. Meðfylgjandi grein birtist 24. mars 1988.