Íþróttir

Þróttur sigraði Völsung
Strákarnir hans Hemma halda sér nærri toppnum eftir góðan sigur í gær þrátt fyrir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum þar á undan. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 6. september 2020 kl. 10:28

Þróttur sigraði Völsung

Þróttarar mættu botnliði Völsungs á heimavelli í gær í 2. deild karla. Það tók Þróttara tíma að komast að marki Völsunga en 3:0 sigur hafðist þegar upp var staðið.
Með sigrinum eru Þróttar enn nálægt toppi deildarinnar, sitja í fjórða sæti aðeins þremur stigum frá Kórdrengjum og Selfossi sem bæði eiga leiki í dag.

Þrótti gekk erfiðlega að brjóta niður vörn Völsungs og var fyrri hálfleikur markalaus.

Á 57. mínútu skoraði Alexander Helgason fyrsta mark Þróttar og Alexander var aftur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar (66') þegar hann kom Þrótti í 2:0.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skömmu fyrir leikslok innsiglaði Hubert Rafal Kotus sigurinn þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark heimamanna (88').