Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Súrt tap á heimavelli hjá UMFN
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 13. desember 2025 kl. 13:40

Súrt tap á heimavelli hjá UMFN

Njarðvíkingar máttu þola eins stigs tap gegn Þór Þorlákshöfn í Icemar höllinni í Njarðvík í síðasta leik tíundu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta. Hinn ungi Veigar Páll Alexandersson sem átti mjög góðan leik með heimamönnum komst í sniðskot á síðustu sekúndunum og hefði tryggt UMFN sigur en skotið geigaði og gestirnir fóru heim með öll stigin. Lokatölur 92-93.

Leikurinn var jafn allan tímann. Heimamenn náðu sex stiga forskoti í byrjun en Þórsarar svöruðu með góðri frammistöðu í öðrum leikhluta. Síðari hálfleikur var járn í járn og endaði sem fyrr segir með eins stigs sigri Þórs og UMFN sat eftir með súrt ennið.

Njarðvíkingar eru í 7.-9. sæti deildarinnar með 8 stig. Hafa unnið fjóra leiki en hefðu viljað landa sigri gegn Þór sem hafði aðeins unnið tvo leiki af níu fyrir leikinn í Njarðvík.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Dwayne Lautier-Ogunleye var öflugur hjá heimamönnum og skoraði 31 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson var líka öflugur með18/4 fráköst og Brandon Averette var með 18/5 fráköst/6 stoðsendingar.

VF jól 25
VF jól 25