RNB 17 júní
RNB 17 júní

Íþróttir

Þrír Íslandsmeistaratitlar til Suðurnesjafólks
Hópurinn frá Grindavík með þeim Arnari Má Jónssyni og Aron Snæ Arnarssyni, þjálfurum júdódeildar UMFG.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 11:57

Þrír Íslandsmeistaratitlar til Suðurnesjafólks

Tveir Íslandsmeistaratitlar til Grindavíkur, þrjú silfur og eitt brons

Júdódeild UMFG tók þátt í Íslandsmóti yngri flokka um helgina. Hópurinn var félaginu til mikils sóma sem endranær og náði frábærum árangri. Grindavík sendi sjö þátttakendur á mótið en heildarfjöldi keppenda var 56 frá sjö félögum.

Zofia Dreksa varð Íslandsmeistari stúlkna U13 -40 og Kent Mazowiecki var Íslandsmeistari í flokki drengja U21 -66.

Frammistaða Grindvíkinga á mótinu var eftirfarandi:

Stúlkur U13 -40

Zofia Dreksa, Íslandsmeistari

Natalía Gunnarsdóttir, 2. sæti

Drengir U13 -60

Markús Ottason, 2. sæti

Stúlkur U15 -57

Friðdís Elíasdóttir, 4. sæti

Drengir U15 -66

Kent Mazowiecki, Íslandsmeistari

Stúlkur U21 -70

Tinna Ingvarsdóttir, 2. sæti

Drengir U21 -90

Ísar Guðjónsson, 3. sæti


Ingólfur Rögnvaldsson Íslandsmeistari

Daníel Árnason úr Júdófélagi Reykjanesbæjar lenti í öðru í sínum flokki (drengir U21 -66) en hann keppti í þyngdarflokki upp fyrir sig. Suðurnesjamaðurinn Ingólfur Rögnvaldsson, sem keppir fyrir Júdófélag Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í flokki drengja U21 -73.

Frábær árangur og enn og aftur sýnir Suðurnesjafólk að júdóíþróttin stendur framarlega á Reykjanesskaganum.

Daníel með silfur og Ingólfur með gull.