Íþróttir

Þau bestu hjá Grindavík
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 4. desember 2020 kl. 16:43

Þau bestu hjá Grindavík

Sigurjón og Þorbjörg valin best hjá Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur verðlaunaði þá leikmenn meistaraflokka félagsins sem sköruðu fram úr hjá félaginu á keppnistímbilinu 2020. Það eru leikmenn, þjálfarar og stjórnarfólk sem kjósa um bestu leikmenn hjá hvoru liði fyrir sig.

Sigurjón Rúnarsson og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir voru valin best á Grindavík í ár.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sigurjón Rúnarsson lék nítján leiki með karlaliði Grindavíkur í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum í sumar. Hann skoraði tvö mörk og lék stórt hlutverk í hjarta varnarinnar hjá Grindavík. Sigurjón er tvítugur að aldri og var fyrirliði liðsins í nokkrum leikjum í sumar. Hann lék sinn fimmtugasta leik fyrir Grindavík í deild og bikar í sumar. Sigurjón hefur verið valin í yngri landslið Íslands og á að baki tvo leiki með U19 ára liði Íslands. Grindavík hafnaði í fjórða sæti í Lengjudeildinni í sumar.

Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir spilaði stórt hlutverk í hjarta varnarinnar í liði Grindavíkur sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna og fékk fæst mörk á sig allra liða í deildinni. Þorbjörg Jóna kemur frá Vopnafirði en hefur leikið með Grindavík undanfarin tvö tímabil. Hún lék sautján leiki með Grindavík í sumar í deild og bikar og skoraði eitt mark. Þorbjörg Jóna var fyrirliði í nokkrum leikjum í sumar og tók að sér stórt leiðtogahlutverk í liðinu. Þorbjörg Jóna, sem er 23 ára gömul, hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna næstu tvö tímabil.

Fleiri verðlaun voru veitt á lokahófinu:

Efnilegasti leikmaður karla: Oddur Ingi Bjarnason.

Efnilegasti leikmaður kvenna: Unnur Stefánsdóttir.

Mikilvægasti leikmaður karla: Aron Jóhannsson.

Mikilvægasti leikmaður kvenna: Eva Lind Daníelsdóttir.

Markahæsti leikmaður karla: Sigurður Bjartur Hallsson – átta mörk.

Markahæsti leikmaður kvenna: Birgitta Hallgrímsdóttir – sextán mörk.