Opus Futura
Opus Futura

Íþróttir

Sprækustu lögreglumenn norðurlanda í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 17. september 2025 kl. 15:58

Sprækustu lögreglumenn norðurlanda í Reykjanesbæ

Allir sprækustu lögreglumenn Norðurlanda verða í Reykjanesbæ um helgina. Þeir eru ekki á höttunum eftir glæpamönnum heldur ætlað þeir að taka á því í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Þar verður haldið Norðurlandamót í Funktional fitness, sem er útgáfa af Crossfit.

Keppt verður í bæði karla- og kvennaflokkum og hingað koma keppendur frá öllum Norðurlandanna utan Finnlands en keppendur þaðan áttu ekki heimangengt. Þá verða einnig keppendur frá Lettlandi.

Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessari grein hér á landi en lögreglumenn keppa einnig reglulega í öðrum íþróttagreinum eins og fótbolta, handbolta, golfi, skotfimi og fleiru.

Nokkur forföll hafa orðið síðustu daga í íslenska keppnishópnum en fimm keppendur frá Íslandi hafa þurft að draga sig í hlé og því munu aðeins tveir þátttakendur frá Suðurnesjum keppa í Funktional fitness að þessu sinni.

Úr Sporthúsinu, þar sem mótið fer fram um helgina.