Nágrannaslagur á HS Orku vellinum í dag - fyrri undanúrslitaleikur Keflavíkur og Njarðvíkur
Keflvíkingar og Njarðvíkingar mætast í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Lengjudeildinni í knattspyrnu á HS Orku vellinum í Keflavík í dag kl. 16.45. Leikið er heima og heiman og verður seinni leikurinn í Njarðvík á sunnudag. Sigurliðið úr viðureigninni kemst í úrslitaleik um laust sæti í Bestu deildinni 2026 og fer hann fram á Laugardalsvelli.
Njarðvíkingar enduðu í 2. sæti í Lengjudeildinni með 43 stig (50-25). Njarðvíkingar voru í toppsæti deildarinnar í lokin en náðu ekki að fylgja því eftir og töpuðu m.a. fyrir Keflavík í þriðju síðustu umferðinni. Njarðvíkingar hafa þó verið mun betri á tímabilinu en grannarnir úr Keflavík sem var spáð efsta sætinu en þeir enduðu í 54. sæti með 37 stig og komst inn í undanúrslitin með sigri í síðustu umferð og hagstæðum úrslitum fyrir þá í leik ÍR sem datt niður í 6. sæti með tapi í síðasta leiknum.
Í viðureignum Keflavíkur og Njarðvíkur í sumar skipust liðin á sigrum. Njarðvík vann fyrri leikinn á heimavelli 3-1 en Keflavík þann seinni 2-0.