Skoða Miðjuna sem valkost fyrir gervigrasvöll
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að óska eftir nánari greiningu og kostnaðargreiningu á því að reisa nýjan gervigrasvöll á svokallaðri Miðju, svæði miðsvæðis milli Garðs og Sandgerðis. Um er að ræða einn af þeim staðsetningarkostum sem teknir voru til skoðunar í skýrslu Verkís frá maí 2022.
Tillagan var lögð fram af fulltrúum O- og S-lista fyrir hönd meirihluta D-, O- og S-lista í bæjarráðinu og var hún samþykkt með þeirra atkvæðum. Fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn.