SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Björgunarvesti hafa ekki skilað sér á réttan stað
Miðvikudagur 17. september 2025 kl. 06:38

Björgunarvesti hafa ekki skilað sér á réttan stað

Slysavarnadeildin Una í Garði athugar nú hvort björgunarvesti leynist hjá íbúum í Suðurnesjabæ. Um er að ræða vesti sem börn og ungmenni hafa aðgang að í sérstökum kassa við bryggjuna í Garði og eru ætluð þeim sem eru við veiðar á bryggjunni, en hún hefur verið vinsæll veiðistaður í áratugi.

„Leynist fullorðins björgunarvesti hjá þér? Því miður hafa vestin ekki alltaf skilað sér eftir notkun í kassann og því auglýsum við eftir þeim núna. Auðvelt að kona og setja þau aftur í kassann“ segir í tilkynningu frá slysavarnadeildinni.

Vestin eru merkt Slysavarnadeildinni Unu í Garði og Björgunarsveitinni Ægi og eru til afnota á Gerðabryggju.

Bryggjan í Garði er vinsæll veiðistaðir og þar hafa margir veiðimenn byrjað ferilinn með stöngina. VF/Hilmar Bragi