Sjósund í Suðurnesjabæ í Suðurnesjamagasíni
Sjósund í Suðurnesjabæ nýtur mikilla vinsælda. Félagsskapur sem kallast Baujuvaktin stendur reglulega fyrir sjósundi þar sem fólk iðkar þetta sport í Bæjarskersfjöru í Sandgerði eða í Garðhúsavíkinni á Garðskaga.
Suðurnesjamagasín skellti sér í sjósund á dögunum og þá varð til þetta innslag sem er í nýjasta þættinum af Suðurnesjamagasíni en þátturinn er á vf.is og Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.