Svipmyndir í Suðurnesjamagasíni frá Ljósanótt
Ljósanótt í Reykjanesbæ 2025 lukkaðist vel og tugþúsundir skemmtu sér vel á þessari 24. bæjarhátíð, sem er uppskeruhátíð bæjarbúa á ýmsum sviðum. Listir og menning blómstra, tólist ómar og fólk heldur endurfundi þar sem árgangar og vinahópar koma saman.
Suðurnesjamagasín tók saman svipmyndir frá hátíðinni og ræddi við Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúa Reykjanesbæjar sem þegar er farin að leggja drög að næstu hátíð, sem verður sú 25. í röðinni.