Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu fyrir ÍR
Njarðvíkingar réðu ekki við ÍR sem er nærri fallsvæðinu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 18. september 2020 kl. 21:55

Njarðvíkingar töpuðu fyrir ÍR

Njarðvíkingar, sem eru í þriðja sæti 2. deildar, töpuðu í dag óvænt heima fyrir ÍR. Njarðvík er fjórum stigum á eftir toppliðum Selfoss og Kórdrengja sem bæði eiga nú leik til góða.

Það var fyrirliði Njarðvíkinga, Marc McAusland, sem skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu úr vítaspyrnu og var það eina mark fyrri hálfleiks.

Breiðhyltingar jöfnuðu leikinn hins vegar snemma í seinni hálfleik (51') og tóku svo forystu á 63. mínútu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á 76. mínútu jafnaði Atli Freyr Ottesen Pálsson leikinn fyrir Njarðvíkinga og virtist leikurinn stefna í jafntefli þegar ÍR-ingum tókst að skora úrslitamarki á 5. mínútu uppbótartíma.

Svekkjandi tap fyrir Njarðvíkinga sem halda enn í vonina að leika í Lengjudeildinnni að ári.

Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, kíkti á Rafholtsvöllinn og tók meðfylgandi myndir.