Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Njarðvíkingar fengu sigurkörfu í andlitið  - Sigur hjá Grindavík
Mario Matasovic skoraði 23 stig og var með 15 fráköst.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 14:57

Njarðvíkingar fengu sigurkörfu í andlitið - Sigur hjá Grindavík

Njarðvíkingar töpuðu í mögnuðum leik gegn Stjörnunni í Domino’s deildinni í körfubolta í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Stjörnumenn skoruðu sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins. Grindvíkingar unnu annan leikinn sinn í deildinni gegn Fjölni á útivelli.

Stjörnumenn ætluðu sér greinilega ekki að tapa aftur suður með sjó en í síðustu umferð urðu þeir undir í Keflavík. Í hálfleik leiddi Stjarnan með fimmtán stigum, 32:47. Þeir bættu tveimur stigum í forskotið í þriðja leikhluta og því var á brattann að sækja í lokaleikhlutanum. Það var ekki útlit fyrir að Njarðvík væri að ógna Stjörnunni en smám saman minnkaði forskotið en þegar skammt var til leiksloka náðu heimamenn mögnuðum lokakafla á síðustu mínútunni og jöfnuðu þegar 4 sekúndur voru til leiksloka með flottum þristi frá Baginski. En allt kom fyrir ekki og Störnumenn fundu leið til að skora sigurköfuna þegar flautan gall til leiksloka.

Public deli
Public deli

Mario Matasovic var bestur Njarðvíkinga sem voru ekki sannfærandi frekar en að undanförnu. Þeir tefldu fram nýjum Bandaríkjamanni, Wayne E. Martin Jr. en hann skoraði

Njarðvík-Stjarnan 76-78 (18-24, 14-23, 14-16, 30-15)

Njarðvík: Mario Matasovic 23/15 fráköst/3 varin skot, Wayne Ernest Martin Jr. 16/5 fráköst/6 varin skot, Maciek Stanislav Baginski 15/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7/4 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 5/6 fráköst, Kyle Steven Williams 4, Logi  Gunnarsson 1, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Guðjón Karl Halldórsson 0, Hermann Ingi Harðarson 0, Veigar Páll Alexandersson 0.

Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 19/18 fráköst, Nikolas Tomsick 19/5 stoðsendingar, Jamar Bala Akoh 15/11 fráköst, Kyle Johnson 8/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Ægir Þór Steinarsson 5/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 5/4 fráköst, Dúi Þór Jónsson 1, Friðrik Anton Jónsson 0, Orri Gunnarsson 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson

Áhorfendur: 213.

Logi Gunnarssson, leiðtogi Njarðvíkinga var ósáttur með tapið en hann var í viðtali við karfan.is þar sem finna má ítarlega umfjöllun um körfubolta.

Dramatík í Grafarvogi

Grindvíkingar unnu einnig í dramatík í Grafarvoginun þegar þeir skoruðu sigurstigin gegn Fjölni úr tveimur vítaskotum þegar 0,9 sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur 90:91 fyrir gestina úr Grindavík.

Leikurinn var mjög jafn og spennandi en Suðurnesjamenn voru seigir að ná öðrum sigri í röð eftir slaka byrjun.

Fjölnir-Grindavík 91-92 (20-25, 28-29, 19-16, 24-22)

Fjölnir: Viktor Lee Moses 20/11 fráköst/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 19/13 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 19/7 fráköst, Jere Vucica 18/7 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 13, Egill Agnar Októsson 2, Ólafur Ingi Styrmisson 0, Viktor Máni Steffensen 0, Gauti Björn Jónsson 0, Guðjón Ari Logason 0, Rafn Kristján Kristjánsson 0, Hlynur Breki Harðarson 0.

Grindavík: Jamal K Olasawere 28/16 fráköst, Valdas Vasylius 25/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13, Ingvi Þór Guðmundsson 11/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 9/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 4, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Davíð Páll Hermannsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason