Njarðvík vann fyrsta leikinn
Njarðvíkingar tóku forystu í einvígi þeirra við KR-inga í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Njarðvík var sterkari aðilinn í leiknum og leiddi nánast allan leikinn en KR-ingar voru aldrei langt undan. Leikar enduðu með níu stiga sigri Njarðvíkur, 99:90.
Njarðvík - KR 99:90
(21:17, 27:23, 25:28, 26:22)
Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn en þó vantaði örlítið viðbótarframlag til að gera út um hann í fyrri hálfleik en staðan var 48:40 þegar gengið var til hálfleiks. KR-ingar komust inn í leikinn í þriðja leikhluta með ágætis áhlaupi og náðu þriggja stiga forystu um tíma (58:61) en heimamenn létu það ekki slá sig út af laginu og gerðu út um leikinn með góðum kafla í fjórða leikhluta.
Fotios Lampropoulos átti fínan leik og gerði 28 stig, tók átta fráköst og átti þrjár stoðsendingar. Hann var framlagshæstur Njarðvíkinga með 35 framlagspunkta. Þeir Dedrick Deon Basile (18 stig/2 fráköst/8 stoðsendingar) og og Nicolas Richotti (14/5/10) voru á ágætis sínu róli.


Stemmningin í Ljónagryfjunni var mögnuð í gær og stuðningsmenn Njarðvíkinga létu vel í sér heyra og lituðu pallana græna.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Ljónagryfjunni og tók myndir sem má sjá í myndasafni neðst á síðunni.
Þór Þorlákshöfn - Grindavík 93:99
(23:26, 22:24, 23:20, 25:18)

Grindavík lék gegn Íslandsmeisturum Þórs í Þorlákshöfn sem höfðu betur að lokum eftir góðan leik Grindavíkinga sem voru sterkari aðilinn lengst af en misstu tökin í lokin og heimamenn unnu að lokum 93:88. Grindvíkingar naga sig eflaust í handarbökin en þeir hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn.
Grindvíkingar voru talsvert betri í fyrri hálfleik og héldu Íslandsmeisturunum niðri. EC Matthews náði sér ekki á strik en Ivan Alcolado sýndi góða takta og var óstöðvandi undir körfunni. Grindavík leiddi með fimm stigum (45:50) í háflleik en sá munur hefði mátt vera talsvert meiri miðað við gang leiksins. Heimamenn hristu af sér stressið í hálfleik og mættu ákveðnari til leiks í þriðja leikhlutaka. Þór minnkaði muninn í aðeins tvö stig fyrir lokaleikhlutann (68:70) og fylgdu því eftir í fjórða leihlutanum, sigur fram úr og höfðu að lokum fimm stiga sigur (93:88).
Kristinn Pálsson gerði fimmtán stig og þeir Ólafur Ólafsson og Elbert Clark Matthews bættu við fjórtán stigum hvor. Í viðtali við Karfan.is eftir leik var Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindviíkinga, svekktur en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.