Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Námskeið í körfubolta og knattspyrnu fyrir iðkendur með mismunandi stuðningsþarfir
Hressir körfuboltakrakkar á Nettómóti fyrir tveimur árum. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 17. febrúar 2021 kl. 10:32

Námskeið í körfubolta og knattspyrnu fyrir iðkendur með mismunandi stuðningsþarfir

Íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík eru að fara af stað með sameiginleg námskeið í körfubolta og knattspyrnu fyrir iðkendur með mismunandi stuðningsþarfir.

„Við höfum unnið þetta í samráði við Íþróttasamband fatlaðra og Nes og erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á námskeið af þessum toga og þetta er klárlega jákvætt fyrir okkar samfélag. Þetta er aukning við það verkefni sem fimleikadeildin hefur staðið fyrir og nú bætist í valmöguleikana,“ segja þau Hjördís Baldursdóttir og Hámundur Örn Helgason, íþróttastjórar félaganna. Hjördís og Hámundur verða í forsvari fyrir verkefnið og er velkomið að hafa samband við þau.

  • Æfingarnar eru ætlaðar börnum með mismunandi stuðningsþarfir á aldrinum sex til þrettán ára.
  • Æfingarnar fara fram í íþróttasalnum við Akurskóla á sunnudögum kl. 14:00 til 14:50.
  • Æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar og öllum börnum mætt á þeirra forsendum.
  • Námskeiðið hefst 28. febrúar og lýkur 25. apríl.
  • Gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 kr.

Skráning er hafin á keflavik.felog.is og umfn.felog.is

Þjálfarar:
Eygló Alexandersdóttir, körfuboltaþjálfari hjá UMFN, þroskaþjálfi
Hámundur Örn Helgason, íþróttastjóri UMFN, íþróttafræðingur
Sólrún Sigvaldadóttir, yfirþjálfari yngri flokka kvenna í knattspyrnu hjá Keflavík, félagsfræðingur
Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður og þjálfari í körfubolta hjá Keflavík