Keflavík og Njarðvík unnu botnliðin
Hvorki Keflavík né Njarðvík áttu í vandræðum með slök botnlið Subway-deildar karla í körfuknattleik í gær. Keflvíkingar lögðu Blika örugglega og tryggðu þeim farseðilinn í 1. deild að ári en Njarðvíkingar unnu slaka Hamarsliða í Ljónagryfjunni.
Breiðablik - Keflavík 89:108
Pétur Ingvarsson rak síðasta naglann í kistu fyrrum lærisveina sinna í Breiðablik í gær þegar Keflavík vann Blika örugglega. Keflavík hafði sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta (25:32) en voru komnir átján stigum yfir í hálfleik (38:56).
Það var munur sem Blikar náðu aldrei að vinna upp og Keflvíkingar unnu með nítján stigum að lokum (89:108).
Atkvæðamestir hjá Keflavík voru þeir Remy Martin (25 stig), Jaka Brodnik (18 stig), Igor Maric (17 stig), Sigurður Pétursson (12 stig) og Urban Oman (12 stig).
Njarðvík - Hamar 103:72
Njarðvíkingar tóku forystu strax í byrjun og var hún orðin sextán stig eftir fyrsta leikhluta (33:17). Eftirleikurinn var í takt við byrjunina og Hamarsliðar sáu aldrei til sólar.
Njarðvíkingar unnu því með 31 stigi að lokum og sitja í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík en eiga þó leik til góða.
Helstu stigaskorarar hjá Njarðvík voru Chaz Williams (24 stig), Dwayne Lautier-Ogunleye (19 stig), Þorvaldur Orri Árnason (19 stig) og Elías Pálsson (14 stig).