Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík unnu botnliðin
Pétur Ingvarsson sendi fyrrum lærisveina sína niður um deild í gær. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 15. mars 2024 kl. 08:22

Keflavík og Njarðvík unnu botnliðin

Hvorki Keflavík né Njarðvík áttu í vandræðum með slök botnlið Subway-deildar karla í körfuknattleik í gær. Keflvíkingar lögðu Blika örugglega og tryggðu þeim farseðilinn í 1. deild að ári en Njarðvíkingar unnu slaka Hamarsliða í Ljónagryfjunni.

Breiðablik - Keflavík 89:108

Pétur Ingvarsson rak síðasta naglann í kistu fyrrum lærisveina sinna í Breiðablik í gær þegar Keflavík vann Blika örugglega. Keflavík hafði sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta (25:32) en voru komnir átján stigum yfir í hálfleik (38:56).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var munur sem Blikar náðu aldrei að vinna upp og Keflvíkingar unnu með nítján stigum að lokum (89:108).

Atkvæðamestir hjá Keflavík voru þeir Remy Martin (25 stig), Jaka Brodnik (18 stig), Igor Maric (17 stig), Sigurður Pétursson (12 stig) og Urban Oman (12 stig).

Chaz Williams var stigahæstu Njarðvíkinga.

Njarðvík - Hamar 103:72

Njarðvíkingar tóku forystu strax í byrjun og var hún orðin sextán stig eftir fyrsta leikhluta (33:17). Eftirleikurinn var í takt við byrjunina og Hamarsliðar sáu aldrei til sólar.

Njarðvíkingar unnu því með 31 stigi að lokum og sitja í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík en eiga þó leik til góða.

Helstu stigaskorarar hjá Njarðvík voru Chaz Williams (24 stig), Dwayne Lautier-Ogunleye (19 stig), Þorvaldur Orri Árnason (19 stig) og Elías Pálsson (14 stig).