Flugger
Flugger

Íþróttir

Keflavík í vandræðum
Caroline McCue Van Slambrouck kom inn í lið Keflavíkur að nýju eftir að hafa nefbrotnað í bikarleik gegn Breiðabliki þann 11. júní. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 3. júlí 2024 kl. 10:30

Keflavík í vandræðum

Keflavík tapaði í gær fyrir Stjörnunni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Í síðustu leikjum hefur liðið tapað fyrir helstu keppinautunum á botni deildarinnar, fyrir Tindastóli í þarsíðustu umferð og í gær fyrir Stjörnunni.

Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Fylkir en lakara markahlutfall. Keflavík tekur einmitt á móti Fylki í næstu umferð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Jonathan Glenn sagði í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær að hann skildi ekki hvernig Keflavík fór ekki að því að vinna.

„Miðað við leikinn fannst mér við eiga skilið að vinna – við gáfum allt í hann,“ sagði Glenn. „Ég er stoltur af framlaginu en ákaflega svekktur að hafa tapað.“

Aðspurður um stöðuna þegar mótið er meira en hálfnað sagði Glenn. „Við þurfum að berjast fyrir öllum leikjum, færast framar og við þurfum að fara að sækja stig.“

Stjarnan - Keflavík 1:0

Þetta var hörkuleikur tveggja liða sem lífsnauðsynlega þurfa á fleiri stigum að halda. Bæði lið fengu sín færi sem þau nýttu ekki. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Melanie Claire Rendeiro sennilega besta færið þegar hún komst ein á móti markverði sem varði frá henni. Rendeiro fékk boltann aftur en skaut þá yfir markið.

Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það heimakonur sem skoruðu (59'). Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir fékk þá boltann við vítateigshornið og náði góðu skoti sem hafnaði út við fjærstöngina.

Garðbæingar skoruðu aftur á 66. mínútu en það mark var dæmt af vegna rangstöðu.

Keflvíkingar áttu fínar sóknir en náðu ekki að skora því endaði leikurinn með sigri Stjörnunnar sem hoppar upp í sjötta sætið.