Íþróttir

Jón Axel í NBA-nýliðavalinu á morgun
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 17. nóvember 2020 kl. 09:53

Jón Axel í NBA-nýliðavalinu á morgun

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikur með Fraport Skyliners í efstu deild í Þýskalandi, er í NBA-nýliðavalinu sem fer fram á morgun.

Nýliðavalinu verður sjónvarpað frá höfuðstöðvum ESPN á netinu en ekki með viðhöfn líkt og venjulega en athöfnin átti að fara fram í Bacley Center í Brooklyn. Engu að síður er mikil dagskrá framundan og bíða margir spenntir eftir valinu að venju.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ljóst er að nýliðavalið er um margt sérstakt í ár þar sem valin sjálfu var fyrst frestað, bæði út af heimsfaraldrinum sem og að lokatímabilið í háskólaboltanum, og þar með lokaárinu hjá Jóni Axel, var flautað af síðastliðinn vetur út af faraldrinum. Lið þurfa að vanda valið eftir því hvernig leikmönnum þau leita að.



Gríðarlegur fjöldi leikmanna er á hverju ári í valinu en eingöngu eru 60 leikmenn valdir í tveim umferðum. Vitað er af talsverðum áhuga nokkura liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel eru Charlotte Hornets, Sacramento Kings og Golden State Warriors.

Nánar má lesa um NBA-nýliðavalið á vef Körfuknattleikssambands Íslands.