Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Ísak Óli kallaður til Danmerkur
Ísak Óli hér í leik með Keflavík gegn Val. Hann heldur nú til Danmerkur á ný eftir styttra stopp með Keflavík en vonir stóðu til. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 18. júní 2021 kl. 10:36

Ísak Óli kallaður til Danmerkur

Hefur verið seldur til Esbjerg

Ísak Óli Ólafsson kveður Keflavík en hann hefur verið á láni frá danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE sem keypti Ísak árið 2019 frá Keflavík.

Upphaflega átti lánssamningurinn að gilda út ágúst en nú hefur danska liðið Esbjerg keypt hann og hann fer í dag út og gengst undir læknisskoðun hjá Esbjerg á sunnudag.

Þetta tilkynnti knattspyrnudeild Keflavíkur á Facebook-síðu sinni í morgun en þar segir m.a.:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Það var virkilega ánægjulegt að sjá Ísak aftur í Keflavíkurtreyjunni og hann er að sjálfsögðu alltaf velkominn aftur. Núna vonum við að okkar maður springi út og sýni sínar allra bestu hliðar í Danaveldi!

Takk Ísak og áfram Keflavík!“